top of page

Mörkun / Að vaxa með barni / Hringbraut / Fréttablaðið 

Mörkun / Virðing í uppeldi  

Þegar Meðvitaðir foreldrar leituðu til Formu með það verkefni að hanna merki fannst mér myndmerki passa vel. Meðvitaðir foreldrar sinna einstaklega flottu fræðslustarfi um merkilega nálgun í uppeldi. Meðvitaðir foreldrar halda úti hlaðvarpi, halda pop up leikvelli, fræðslufundi og öflugum samfélagsmiðlum.

 

Merking merkis: 
Laufkrónan vex upp frá opnum og ástúðlegum höndum. Hendurnar eru ekki stýrandi og stjórnandi heldur leiðandi afl

í lífi litlu sprotanna. Þær styðja við frumkvæði barnsins með mýkt og yfirvegun. Hér má einnig sjá tré með sterkum stofni sem hendurnar halda stöðugum. Fjölskyldan er minnsta stofnun samfélagsins og grunnstoð þess. Innst í krónu trésins er svo lótusblóm, táknrænt fyrir vitund og að staldra við í augnablikinu og njóta, hægja á. Lífsins tré sprettur hér upp

frá frjóum jarðvegi og hlýju handanna. Við erum jarðvegur barnanna okkar. Tré hefur í aldanna rás verið tákn uppsprettu, visku og vaxtar og mikið notað hjá menntastofnunum. Það fannst mér passa fræðslustarfi Meðvitaðra foreldra vel.

bottom of page