top of page

Mörkun / Að vaxa með barni / Hringbraut  

Að vaxa með barni er sjónvarpsþáttur og samfélagsmiðill

sem fjallar um uppeldi. Heitið vísar í að uppeldið er þroskaferðalag, bæði fyrir börn og foreldra þeirra.
 

Þegar ég hannaði merkið þá var ég með í huga þekkta myndlíkingu þar sem foreldrahlutverkinu er líkt við starf garðyrkjumannsins og barninu er líkt við plöntu sem þarf frjóan jarðveg, næringu og vökva til að vaxa og dafna. Hún þarf rými og skjól til að blómstra á sinn einstaka hátt. 

Fiðrildið er einnig þekkt táknmynd fyrir vöxt, fegurð og mikilfengleika sköpunarverksins. Þroskaferilll lirfu sem verður að fiðrildi er táknrænn fyrir tímann sem það tekur fyrir hugmynd að verða að veruleika, eða barn að vaxa úr grasi. Við sjáum ekki alltaf hvað barnið er að æfa sig í eða læra - allt hefur sinn tíma. 

 

bottom of page