Aha móment / Mörkun / Umbúðir / Auglýsingar 

Aha móment / Mörkun 

Merkið er stílhreint og einfalt, til að þjóna fjölbreyttum tilgangi og starfsemi fyrirtækisins á sviði miðlunar og fræðslu. Sjónvarpsþættir, námskeið, ráðgjöf og pistlaskrif. Hringirnir í o-inu lýsa andlegri uppljómun og uppsprettu nýrrar sýnar og hugmynda. Hringirnir 

eru þrír til að standa fyrir heilrækt huga, líkama og sálar.

Eigandi Aha móment vildi setja saman vettvang til að deila sínum aha mómentum tengt andlegri vakningu, uppeldi og sjálfsrækt.

Aha móment eru þessi litlu og stóru uppgötvanir sem vekja og fá

mann til að endurhugsa viðhorf sitt. Ljósaperu-móment sem víkka

út sjóndeildahringinn, snerta djúpt og hrinda af stað breytingu og þroska í manneskjunni.