Icelandic Wool / Mörkun  

Það var heiður að fá að hanna gæðamerki íslenskrar ullar fyrir Fagráð textíliðnaðarins á Íslandi. Merkið hlaut mikla athygli og Ímark lúðurinn árið 1999, fyrir 1. verðlaun í flokki vöru- og firmamerkja.

Fagráð textíliðnaðarins stóð fyrir átakinu Íslensk ull á nýrri öld ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem var vermdari átaksins. Átakið gekk út á að efla vöruþróun úr íslenskri ull og partur af því var að hanna gæðamerki íslensku ullarinnar, til að styrkja ímyndarsköpun hennar. Merkið staðfestir uppruna vöru sem unnin er úr ekta íslenskri ull og vekur þannig athygli á íslensku ullinni sem hráefni. 

 

Íslenska ullin býr yfir fjölmörgum tæknilegum eiginleikum frá náttúrunnar hendi. Íslenska sauðkindin er einstök tegund því stofninn hefur haldist einangraður í gegnum aldirnar.

Ull hennar er að sama skapi einstök og engin sambærileg ull

er til í heiminum.

Icelandic Wool A sign of quality hlaut

1. verðlaun IMARK 1999.

ull-nota.jpg
ull-2.jpg

Lopi / Mörkun  / Umbúðir

Lopi er vörumerki fyrir Íslenska ull og hannað fyrir Ístex en þau réðust í miklar bretingar og endurhönnun á umbúðum og heildarásýnd fyrirtækis ásamt vef, papírum, bæklingum og fleiru. 

 

Ístex er að framleiða hágæða vörur úr íslenskri ull og framleiðir meðal annars handprjónaband úr íslenskri ull og má þar nefna Álafosslopa, Einbandi, Jöklalopa, Léttlopa og Plötulopa.

 

Taka skal fram að þessa vinnu vann ég á Pipar/TBWA sem ég starfaði hjá á þeim tíma.